Tilþrifin: Fallegt sigurmark á Elland Road

Franski fram­herj­inn Neal Maupay reyndist hetja Brighton er liðið vann 1:0-útisigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Maupay skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik eftir afar fallegt spil hjá sóknarmönnum Brighton og þurfti Maupay aðeins að koma boltanum yfir línuna með opið mark fyrir framan sig. 

Með sigr­in­um fer Bright­on upp í 16. sætið og er nú með 17 stig, fimm stig­um frá fallsæti. Leeds er í 12. sæt­inu með 23.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert