Arsenal og Real Madríd náð samkomulagi

Martin Ødega­ard í leik með Real Madríd í vetur.
Martin Ødega­ard í leik með Real Madríd í vetur. AFP

Arsenal og Real Madríd hafa náð samkomulagi um að norski knattspyrnumaðurinn Martin Ødega­ard fari að láni til Lundúnaliðsins frá spænska stórveldinu út þetta keppnistímabil.

Sky Sports segir frá þessu og segir jafnframt að Ødega­ard, sem er 22 ára gamall miðjumaður, sé væntanlegur til Englands á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun á æfingasvæði Arsenal.

Ødega­ard hef­ur verið í röðum Real Madrid í sex ár en verið í láni ann­ars staðar mest­all­an tím­ann, hjá He­eren­veen og Vitese í Hollandi og Real Sociedad á Spáni. Í vet­ur hef­ur hann hins veg­ar verið í leik­manna­hópi Real Madrid og komið við sögu í sjö leikj­um í spænsku 1. deild­inni en áður hafði hann aðeins spilað einn leik, þá sex­tán ára gam­all.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert