Persónulegar ástæður hjá fyrirliðanum

Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. AFP

Samkvæmt knattspyrnustjóranum Mikel Arteta er óvíst hvenær fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang getur leikið með Arsenal á ný. 

Aubameyang er í fríi af persónulegum ástæðum en meira hefur Arteta ekki gefið upp. Hann segir óljóst hvenær fyrirliðinn snýr aftur en bindur vonir við að mögulega verði hægt að tefla honum fram næsta laugardag þegar Arsenal mætir Manchester United. 

Aubameyang hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal en Arteta tileinkaði Aubameyang 3:1 sigurinn gegn Southampton í gær. 

mbl.is