Síðastir til að yfirgefa æfingasvæði United

Marcus Rashford, Fred og Bruno Fernandes fagna marki þess síðastnefnda …
Marcus Rashford, Fred og Bruno Fernandes fagna marki þess síðastnefnda í bikarleik United og Liverpool á sunnudaginn. AFP

Bruno Fernandes, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, greindi frá því eftir leik United og Liverpool í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn síðasta að hann æfði aukaspyrnur á hverjum einasta degi eftir æfingar hjá United.

Fernandes skoraði sigurmark United í leiknum gegn Liverpool, beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður á 66. mínútu en leiknum lauk með 3:2-sigri United sem mætir West Ham í sextán liða úrslitum á Old Trafford.

„Ég æfi aukalega á hverjum einasta degi og stundum þarf Solskjær að reka mig heim,“ sagði Fernandes í léttum tón í samtali við sjónvarpsstöð United.

„Við erum nokkrir sem æfum alltaf aukalega og erum síðastir til þess að yfirgefa æfingasvæðið.

Juan Mata er einn þeirra og hinir eru Alex Telles, Marcus Rashford og Fred á það til líka að taka aukaæfingar,“ bætti Portúgalinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert