Getur einhver stöðvað City?

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru á …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Manchester City verði Englandsmeistari í fótbolta þrátt fyrir að þrettán umferðir séu eftir af ensku úrvalsdeildinni. City vann sinn átjánda leik í röð í öllum keppnum er liðið lagði Arsenal 1:0 á útivelli í gær. Sigurinn var þrettándi í röð í ensku úrvalsdeildinni og virðast lærisveinar Guardiola vera óstöðvandi, en gengið hefur meira að segja komið spænska stjóranum á óvart.

„Ég er hissa en heillaður. Á meðan öll önnur lið eru að tapa stigum höfum við verið mjög stöðugir í tvo mánuði og ég átti ekki von á því,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik.

Grannarnir í Manchester United eru enn tíu stigum fyrir aftan eftir sigur á Newcastle á Old Trafford, 3:1. Staðan var 1:1 í hálfleik en United var miklu betra liðið í seinni hálfleik og var sigurinn verðskuldaður.

Eins og oft áður skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu og þá lagði hann upp eitt mark sömuleiðis. Fernandes hefur skorað 15 mörk og lagt upp 10 til viðbótar á leiktíðinni, en sjaldgæft er að einn leikmaður hafi eins mikil áhrif á eitt lið í þeim gæðaflokki sem Manchester United er í.

Eins og Manchester United þá er Leicester með 49 stig í þriðja sæti eftir 2:1-sigur á Aston Villa. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í sextán síðustu leikjum í öllum keppnum. Leicester var á svipuðum stað í deildinni á síðustu leiktíð og áttu því eflaust einhverjir von á að Leicester yrði í baráttunni um Evrópusæti.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »