Óvíst hvort stjórinn verði áfram

Chris Wilder gæti yfirgefið Sheffield United.
Chris Wilder gæti yfirgefið Sheffield United. AFP

Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, segist óviss um hvort hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Sheffield-liðið er í miklu basli í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar, 15 stigum frá öruggu sæti.

Wilder tók við Sheffield United árið 2016 og kom liðinu upp úr C-deild og upp í ensku úrvalsdeildina á þremur árum.

„Ég veit ekki hvort ég verði áfram. Það eru aðrir sem taka þá ákvörðun. Við höfum ekkert talað saman, en mér finnst við eiga að tala saman fljótlega,“ sagði Wilder á blaðamannafundi.

mbl.is