Margrét Lára: Þetta er óskiljanlegt

„Varnarmaðurinn hagnast þúsundfalt á þessu, þetta er óskiljanlegt,“ sagði hneyksluð Margrét Lára Viðarsdóttir við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarson en þau voru að ræða umdeilda dómgæslu í leik Burnley og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Gestirnir frá Lundúnum vildu fá vítaspyrnu þegar Nicolas Pépé rak knöttinn upp í útréttan handlegg Erik Pieters en dómari leiksins dæmdi ekkert. Þá fékk Arsenal á sig ótrúlega klaufalegt mark í leiknum sem einnig var farið vel yfir í Vellinum á Símanum Sport.

Umræðuna má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is