City nálgast titilinn óðfluga

Benjamin Mendy fagnar marki sínu.
Benjamin Mendy fagnar marki sínu. AFP

Manchester City vann sanngjarnan 2:0-sigur á Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum náði City 18 stiga forskoti á toppi deildarinnar.

City var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir nokkur fín færi var staðan markalaus í leikhléi.

Bakvörðurinn Benjamin Mendy braut loks ísinn á 59. mínútu með fallegu skoti með hægri í bláhornið fjær eftir skemmtileg tilþrif í teignnum.

Gabriel Jesus bætti við öðru marki á 74. mínútu eftir góðan undirbúning frá Kevin De Bruyne og Raheem Sterling og þar við sat.

City er nú með 74 stig, 18 stigum meira en Manchester United sem á leik til góða. Leicester er í þriðja sæti með 56 stig.

Leicester 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Rodri (Man. City) fær gult spjald Stöðvar Tielemans sem var á fleygiferð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert