Mourinho gagnrýnir eigin leikmenn

José Mourinho á hliðarlínunni í dag.
José Mourinho á hliðarlínunni í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, segir liðið sitt gera allt of mikið af mistökum eftir 2:2-jafnteflið gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tvö mörk frá Harry Kane virtust ætla duga Tottenham til sigurs eftir að Joelinton kom Newcastle yfir snemma leiks en vandræðagangur í varnarleiknum varð til þess að Joe Willock jafnaði metin skömmu fyrir leikslok.

„Við þurftum að vinna og komum til að vinna, en við gáfum Newcastle ófá tækifæri til að komast aftur inn í leikinn,“ sagði pirraður Mourinho við BBC eftir leik.

„Við gerum alltaf mistök, við leggjum hart að okkur en gerum mistök sem ég ætti kannski ekki að kalla mistök, þetta snýst um hvaða leikmenn þú hefur,“ bætti Portúgalinn við og virtist gefa í skyn að leikmannahópurinn sé ekki nógu sterkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert