Hvað í skrambanum gerðist hjá Chelsea?

Í Vellinum á Símanum Sport í gær fóru þeir Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson yfir ótrúlegan leik Chelsea og West Bromwich Albion á laugardaginn, þar sem síðarnefnda liðið skoraði fimm mörk.

„Þetta er eitt allsherjar hrun, sjáðu hvað það er langt á milli miðvarðanna þarna. Þú sérð þetta ekki einu sinni í fjórða flokki,“ sagði Gylfi um fyrsta mark WBA í leiknum.

„Þetta eru mjög skrítin mistök sem þeir eru að gera í þessum mörkum, þeir voru alveg gjörsamlega „off“ í þessum leik,“ bætti hann við.

Bjarni Þór tók í sama streng. „Til að byrja með eru þeir með þriggja manna línu. Þú sérð bara hvað það er mikil ringulreið þegar boltinn kemur inn fyrir frá Sam Johnstone í þessu fyrsta marki. Azpilicueta er allt of hátt og Zouma og Christiansen vita bara ekkert hvað þeir eru að gera.“

Umræður þeirra félaga í Vellinum um 2:5 tap Chelsea gegn WBA á laugardaginn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is