Lampard fengið aðlaðandi tilboð

Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea þangað til í janúar.
Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea þangað til í janúar. AFP

Frank Lampard hefur fengið nokkur aðlandi tilboð eftir að enska knatt­spyrnu­fé­lagið Chel­sea sagði honum upp störf­um eft­ir hálfs ann­ars árs dvöl hjá fé­lag­inu.

Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea í 18 mánuði og stýrði liði Derby í B-deildinni í eitt ár þar áður. Síðan þá hefur hann verið orðaður við stjórastöðuna hjá fjölmörgum félögum.

„Ég hef fengið nokkur aðlaðandi tilboð á síðustu vikum en ekkert sem mér fannst rétt að samþykja,“ hefur Sky Sports eftir Englendingnum. Lampard er 42 ára og átti glæstan feril sem leikmaður, lengst af með Chelsea.

„Enginn vill missa starfið sitt en þegar þú byrjar þennan feril þá veistu að þetta mun gerast, sama hversu góðan þú telur þig vera,“ bætti Lampard við og staðfesti að hann muni snúa til baka þegar rétta tækifærið býðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert