Snýr Ronaldo aftur til Manchester?

Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madrid …
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madrid sumarið 2018. AFP

Cristiano Ronaldo gæt snúið aftur til enska knattspyrnufélagsins Manchester United í sumar.

Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá þessu en Ronaldo er samingsbundinn Juventus á Ítalíu.

Samningur hans rennur út sumarið 2022 en Ronaldo, sem er 36 ára gamall, lék með United frá 2003 til ársins 2009 þar sem hann sló í gegn.

Calciomercato greinir frá því að Paul Pogba gæti farið í hina áttina í skiptum fyrir Ronaldo en United keypti Pogba af Juventus, sumarið 2016, fyrir tæplega 90 milljónir punda.

Juventus hefur ekki gengið vel í deildinni á tímabilinu, situr í þriðja sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Inter Mílanó.

Það er því fátt sem bendir til þess að Juventus sé að fara vinna tíunda meistaratitilinn í röð og Ronaldo er sagður ósáttur með gang mála hjá félaginu.

Ronaldo lék 292 leiki fyrir United á sínum tíma þar sem hann skoraði 118 mörk og lagði upp önnur 69.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert