Ósáttur við eigin Twitter-færslu

Phil Foden fagnar marki sínu ásamt Kyle Walker og knattspyrnustjóranum …
Phil Foden fagnar marki sínu ásamt Kyle Walker og knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. AFP

Knattspyrnumaðurinn Phil Foden er allt annað en sáttur við nýjustu færslu sína á samfélagsmiðlinum Twitter.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en líkt og margir knattspyrnumenn í dag stýrir Foden ekki eigin samfélagsmiðlaaðgangi heldur er með fólk í vinnu við það.

Foden skoraði sigurmark Manchester City í 2:1-sigri liðsins gegn Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Þýskalandi í gær.

City vann einvígið samanlagt 4:2 og mætir PSG í undanúrslitum keppninnar en í færslunni sem birtist í gær hafði Kylian Mbappé, sóknarmaður PSG, verið merktur með spurningunni „Ertu tilbúinn?“

Foden var ósáttur við þetta og bað strax um að færslan yrði tekin út, sem var gert, en þá höfðu þegar tæplega 21.000 manns deilt henni.

mbl.is