„Sendingin var fullkomin“

Gylfi Þór Sigurðsson sagði úrslitin gegn Tottenham í kvöld vera eftir atvikum svekkjandi en liðin gerðu 2:2-jafntefli. 

Skoraði Gylfi bæði mörk Everton í leiknum. 

„Sendingin var augljóslega fullkomin. Ég sá varnarmann beint fyrir framan mig og reyndi því að hitta boltann vel, halda honum niðri og hitta markið. Svo heppilega vildi til að ég hitti boltann vel og það var ánægjulegt að sjá hann í netinu,“ sagði Gylfi meðal annars í sjónvarpsviðtali í kvöld og bros færðist yfir andlit Hafnfirðingsins þegar sjónvarpsmaðurinn spurði hann út í síðara markið. 

Varðandi úrslitin sagði Gylfi Evertonmenn vera vonsvikna yfir úrslitunum. Með tilliti til þeirra marktækifæra sem Everton skapaði í leiknum og hversu ódýr mörk Tottenham skoraði sagðist Gylfi upplifa þetta sem tvö töpuð stig frekar en eitt stig unnið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert