Yfirlýsing leikmanna Liverpool

Jordan Henderson hefur talað fyrir hönd leikmanna Liverpool.
Jordan Henderson hefur talað fyrir hönd leikmanna Liverpool. AFP

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd leikmannahópsins vegna fyrirætlana um evrópska ofurdeild.

Um helgina bárust fréttir af nýrri evrópskri ofurdeild sem tólf af stærstu liðum Evrópu stóðu á bak við en hlutirnir hafa breyst hratt undanfarna daga.

Manchester City og Chelsea munu ekki taka þátt í deildinni eins og til stóð en stuðningsmenn á Englandi eru vægast sagt ósáttir við hugmyndirnar um nýju deildina.

„Við erum ekki hrifnir af þessari hugmynd og við viljum ekki sjá hana raungerast,“ sagði Henderson á samfélagsmiðlum í kvöld.

„Það er einlæg afstaða okkar í þessu máli. Okkar skuldbinding er við félagið og stuðningsmenn liðsins,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Engar fréttir hafa borist af viðbrögðum frá forráðamönnum Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert