Fimm ylfingar í liði Úlfanna

Fábio Silva er aðeins 18 ára gamall.
Fábio Silva er aðeins 18 ára gamall. AFP

Wolverhampton Wanderers etur nú kappi við Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, þar sem Úlfarnir stilla upp óvenjumörgum ungum leikmönnum.

Í liði Úlfanna eru nefnilega fimm leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Þetta eru þeir Fábio Silva (18 ára), Ki-Jana Hoever (19 ára), Rayan Ait-Nouri (19 ára), Morgan Gibbs-White (21 árs) og Vitinha (21 árs).

Það er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni stillir upp fimm leikmönnum sem eru 21 árs eða yngri síðan Leicester City gerði slíkt hið sama í leik gegn Crystal Palace í apríl árið 2018.

Þegar þetta er ritað er staðan 0:1, Brighton í vil.

mbl.is