Goðsögn Manchester United í frægðarhöllina

Eric Cantona er nýjasti leikmaðurinn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.
Eric Cantona er nýjasti leikmaðurinn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í morgun en hann er þriðji leikmaðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina sem var sett á laggirnar í síðasta mánuði.

Cantona er lék með Leeds og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til ársins 1997 en hann lagði skóna á hilluna árið 1997, þá 31 árs gamall.

Hann varð fjórum sinnum Englandsmeistari með United á fimm árum en hann skoraði 70 mörk í 156 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.

Í apríl voru þeir Alan Shearer og Thierry Henry vígðir inn í frægðarhöllina en þrír leikmenn verða vígðir inn í frægðarhöllina á næstu dögum og eru það fótboltaáhugamenn sem taka þátt í að kjósa þá leikmenn sem þeir telja að eigi heima í frægðarhöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert