Leikmaður Liverpool missir af EM

Trent Alexander-Arnold fer meiddur af velli gegn Austurríki.
Trent Alexander-Arnold fer meiddur af velli gegn Austurríki. AFP

Bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold verður ekki með enska landsliðinu á EM í fótbolta vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttuleiknum gegn Austurríki í vikunni.

Hinn 22 ára gamli leikmaður Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar og mun landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate velja annan leikmann í hópinn í staðinn eftir vináttuleikinn gegn Rúmeníu á sunnudag.

BBC spáir því að James Warde-Prowse eða Jesse Lingard taki sæti bakvarðarins í hópnum en þrátt fyrir meiðsli Alexander-Arnold eru enn þrír hægri bakverðir í hópnum; Keiran Trippier, Kyle Walker og Reece James.

mbl.is