Lage tekinn við Wolves

Bruno Lage hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wolves.
Bruno Lage hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wolves. Ljósmynd/Wolves

Bruno Lage hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í morgun. 

Lage, sem er 45 ára gamall, stýrði síðast liði Benfica í Portúgal en hann gerði liðið að meisturum tímabilið 2018-19.

Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá bæði Sheffield Wednesday og Swansea City en hann er frá Portúgal.

Wolves hafnaði í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 45 stig en Lage tekur við liðinu af Nuno Espiríto Santo sem lét af störfum eftir tímabilið.

mbl.is