Hvetur Everton til að selja Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við brottför frá Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við brottför frá Everton. AFP

Kevin Campbell, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton, hvetur félagið til að selja íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í viðtali við Goodison News.

Gylfi hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu að undanförnu. Enska félagið mun væntanlega samþykkja tilboð upp á 10 milljón evrur í Gylfa, þrátt fyrir að miðjumaðurinn hafi ekki mikinn áhuga á að fara til Sádi-Arabíu.

„Gylfi hefur verið góður hjá Everton en það þarf að yngja hópinn. Hann átti mjög gott tímabil, en það verður að breyta einhverju,“ sagði Campbell.

Þá greinir Goodison News frá því að Gylfi sé væntanlega ekki inni í myndinni hjá nýráðnum stjóra liðsins Rafael Benítez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert