Arsenal reynir við næsta skotmark

Houssem Aouar í leik með franska U21 árs landsliðinu.
Houssem Aouar í leik með franska U21 árs landsliðinu. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal ætlar að eyða um 100 milljónum punda í tvo nýja leikmenn á næstu dögum. Brighton hefur nú þegar samþykkt 50 milljón punda tilboð í enska landsliðsmanninn Ben White og þá beinast spjót Arsenal nú að frönskum miðjumanni.

Houssem Aouar leikur með Lyon í heimalandinu en Arsenal var á höttunum eftir honum síðasta sumar. Sky Sports segir frá því að félagið hafi sömuleiðis boðið 40 milljónir punda í leikmanninn í síðasta mánuði en forráðamenn Lyon hafnað því. Nú ætlar Lundúnaliðið að bjóða aftur, um 50 milljónir.

Aou­ar er 23 ára og hef­ur alla tíð leikið með Lyon í heima­land­inu en hann þykir einn besti ungi leikmaður Evr­ópu, hef­ur skorað 23 deildarmörk í 127 leikj­um fyr­ir franska liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert