Solskjær hafði betur gegn Rooney

Wayne Rooney og Ole Gunnar Solskjær voru liðsfélagar hjá Manchester …
Wayne Rooney og Ole Gunnar Solskjær voru liðsfélagar hjá Manchester United. Ljósmynd/Manchester United

Manchester United vann í dag 2:1-sigur á útivelli gegn Derby í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum. Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður United, er nú knattspyrnustjóri Derby. 

Tahith Chong kom United yfir á 18. mínútu og Facundo Pellistri bætti við öðru marki á 59. mínútu. Colin Kazim-Richards lagaði stöðuna fyrir Derby á 68. mínútu og þar við sat.

Manchester United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni 14. ágúst á heimavelli gegn Leeds. Fyrsti leikur Derby í B-deildinni er 7. ágúst gegn Huddersfield á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert