Samkomulag um Varane í höfn

Raphael Varane er á leiðinni til Manchester United.
Raphael Varane er á leiðinni til Manchester United. AFP

Manchester United og Real Madríd hafa komist að samkomulagi um kaupverð á franska knattspyrnumanninum Raphael Varane og má búast við því að félagsskiptin verði opinberuð á næstu dögum.

Fyrir helgi var sagt frá því að Varane væri búinn að ná samkomulagi við enska félagið um kaup og kjör en franski landsliðsmaðurinn hefur verið lykilmaður hjá spænska stórliðinu undanfarin ár. Nú hafa áreiðanlegir blaðamenn á borð við Fabrizio Romano og Simon Stone hjá BBC fullyrt að félögin hafi náð saman um kaupverð en það er talið vera um 50 milljónir punda.

Vara­ne hef­ur verið í her­búðum Real frá ár­inu 2011 og leikið yfir 350 leiki með liðinu. Þá á hann 79 lands­leiki að baki fyr­ir Frakk­land. Hann er af mörgum talinn einn besti miðvörður heims og er honum væntanlega ætlað að leika við hlið Harry Maguire hjá United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert