Goðsögn Leeds fallin frá

Terry Cooper er fallinn frá.
Terry Cooper er fallinn frá. Ljósmynd/Leeds United

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Terry Cooper lést í dag 77 ára að aldri. Cooper var goðsögn hjá Leeds United, þar sem hann skoraði 11 mörk í 351 leik.

Hann skráði sig í sögubækurnar hjá félaginu árið 1968 þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í enska deildabikarnum og tryggði Leeds fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins.

Hann varð enskur meistari með Leeds árið 1969, bikarmeistari árið 1972 og vann Samfélagsskjöldinn 1969. Þá var hann í Leeds-liðinu sem endaði í öðru sæti 1966, 1970, 1971 og 1972 í efstu deild Englands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert