Chelsea upp að hlið United

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk.
Romelu Lukaku skoraði tvö mörk. AFP

Chelsea fór upp í tíu stig og upp að hlið Manchester United í toppsætinu með öruggum 3:0-heimasigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Romelu Lukaku var í stuði fyrir Chelsea því hann skoraði fyrsta og síðasta mark liðsins, hans fyrstu mörk fyrir Chelsea á Stamford Bridge. Á milli marka belgíska framherjans skoraði Mateo Kovacic annað markið.

Lukaku hefur byrjað með látum hjá Chelsea eftir að félagið keypti hann til sín á ný frá Inter Milano, því hann er kominn með þrjú mörk í þremur fyrstu leikjunum.

mbl.is