Leikur meistaraliðanna sýndur á mbl.is

Wilfred Ndidi hjá Leicester og Riyad Mahrez hjá Manchester City …
Wilfred Ndidi hjá Leicester og Riyad Mahrez hjá Manchester City mætast í dag. AFP

Bikarmeistarar Leicester City og Englandsmeistarar Manchester City mætast í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á King Power leikvanginum í Leicester í dag og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 14.00.

Bæði lið eru með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar, með tvo sigurleiki og eitt tap hvort.

mbl.is