Síðast skoraði Ronaldo þrennu

Cristiano Ronaldo skoraði sína einu þrennu fyrir Manchester United árið 2008. Hún kom í ensku úrvalsdeildinni gegn Newcastle United.

Svo vill til að Newcastle eru einmitt andstæðingar dagsins í endurkomu Ronaldo.

Man Utd tekur á móti Skjórunum á Old Trafford og á Ronaldo afar góðar minningar af því að klæðast rauðu treyjunni og mæta þeim svarthvítu.

Þrennu Ronaldo gegn Newcastle fyrir tæpum 13 árum má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is