Salah og Mané í leit að tímamótamörkum

Mohamed Salah og Sadio Mané fagna marki.
Mohamed Salah og Sadio Mané fagna marki. AFP

Mohamed Salah og Sadio Mané, sóknarmenn Liverpool, nálgast báðir óðfluga 100 skoruð mörk, Salah í ensku úrvalsdeildinni og Mané í öllum keppnum fyrir Liverpool.

Salah hefur skorað 99 mörk í 163 deildarleikjum fyrir Liverpool og Chelsea  í ensku úrvalsdeildinni og Mané hefur skorað 98 mörk í 221 leik í öllum keppnum fyrir Liverpool.

Snúinn útileikur gegn Leeds United bíður Liverpool í dag í deildinni þar sem sóknarmennirnir knáu munu freista þess að komast í 100 mörk.

Sem áður segir eru 99 mörk Salah í hans tilfelli aðeins í deildinni og tvö þeirra skoraði hann fyrir Chelsea. Salah hefur í heildina skorað 127 mörk í 206 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool.

mbl.is