Sýnt beint frá Anfield á mbl.is

Liverpool hefur skorað níu mörk gegn einu í fyrstu fjórum …
Liverpool hefur skorað níu mörk gegn einu í fyrstu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni, ásamt því að sigra AC Milan 3:2 í Meistaradeildinni. AFP

Liverpool tekur á móti Crystal Palace í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í dag og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 14.00.

Liverpool er með 10 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni, rétt eins og Manchester United, Chelsea og Everton, en Crystal Palace er með 5 stig.

mbl.is