Segir stjóra Tottenham varnarsinnaðan (myndskeið)

Tim Sherwood, fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Tottenham, segir Nuno Espirito Santo, núverandi stjóra liðsins, vera varnarsinnaðan.

Tottenham vann fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fékk 0:3-skell á móti Crystal Palace í síðustu umferð.

Sherwood segir stuðningsmenn sætta sig við leikaðferðina, svo lengi sem liðið sé sigursælt.

Innslagið hjá Sherwood má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is