Solskjær veit hvað hann þarf að gera

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segist gera sér grein fyrir því að hann verði að vinna titla hjá félaginu nú þegar liðið hefur fengið til liðs við sig leikmenn í hæsta gæðaflokki.

United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir og mætir West Ham í dag. Solskjær hefur verið við stjórn hjá félaginu síðan í desember 2018 en bíður enn eftir fyrsta titlinum. Í sumar keypti félagið þá Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo og eru eftirvæntingar meðal stuðningsmanna miklar.

„Auðvitað eru stuðningsmennirnir örvæntingafullir að sjá okkur vinna eitthvað. Það er það sem við verðum að skilja eftir, þegar við yfirgefum félagið. Manchester United snýst um að vinna,“ sagði Solskjær við Sky Sports.

mbl.is