Mikil dramatík í London

Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton í London.
Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton í London. AFP

Neal Maupay reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Maupay jafnaði metin fyrir Brighton á fimmtu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks.

Wilfried Zaha kom Crystal Palace yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu eftir að Conor Gallagher hafði farið niður í teignum.

Brighton hefði með sigri getað tyllt sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið er í sjötta sætinu með 13 stig, stigi minna en topplið Liverpool.

Crystal Palace er í fimmtánda sætinu með 6 stig, þremur stigum frá fallsæti.

mbl.is