Eiður: Fred og McTominay ekki miðjupar sem leiðir lið til titils

Leikur Manchester United og Everton var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport í gær. Þar var meðal annars rætt um miðjumenn Man United.

„Þeir spila ágætlega saman. En það er líka ágætlega, mér finnst þeir ekki vera miðjupar sem getur leitt lið til þess að vera Englandsmeistarar.

Eftir ágætis leiki inn á milli er Fred alltaf að minna okkur að hann er bara ekki nógu góður til þess að vera í þessu liði,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar rætt var um markið sem Man United fékk á sig í 1:1 jafnteflinu gegn Everton á laugardaginn.

Umræður Eiðs Smára, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Tómasar Þórs Þórðarsonar um vandræði Man United í Vellinum í gær má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is