Ronaldo besti leikmaðurinn í september

Cristiano Ronaldo fagnar einu markanna.
Cristiano Ronaldo fagnar einu markanna. AFP

Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir frammistöðu sína með Manchester United.

Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með United í deildinni, og samtals fimm mörk í fyrstu sex leikjum sínum með félaginu eftir að hann sneri aftur  til United frá Juventus eftir tólf ára fjarveru.

Aðrir sem voru tilnefndir í kjörinu voru Joao Cancelo frá Manchester City, Antonio Rüdiger frá Chelsea, Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Mohamed Salah frá Liverpool og Ismaila Sarr frá Watford.

mbl.is