Frá Barcelona til Newcastle?

Ousmane Dembélé er á óskalista Newcastle.
Ousmane Dembélé er á óskalista Newcastle. AFP

Ousmane Dembélé, sóknarmaður knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni, er opinn fyrir því að ganga til liðs við Newcastle næsta sumar. Það er Goal sem greinir frá þessu.

Dembéle, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Barcelona frá Newcastle sumarið 2017 fyrir 95 milljónir punda.

Samningur hans á Spáni rennur út næsta sumar en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við spænska stórveldið.

Dembélé hefur verið orðaður við Liverpool undanfarna mánuði en nú hefur Newcastle einnig blandað sér í baráttuna um leikmanninn samkvæmt frétt Goal.

Sóknarmaðurinn á að baki 27 A-landsleiki fyrir Frakkland þar sem hann hefur skorað fjögur mörk en hann hefur skorað 30 mörk í 118 leikjum fyrir Barcelona.

Mohammed bin Salman keypti Newcastle á dögunum fyrir 300 milljónir punda en hann ætlar sér stóra hluti með félagið á næstu árum og er tilbúinn að eyða háum fjárhæðum til að koma félaginu aftur í fremstu röð.

mbl.is