Markaskorari með veiruna

Ivan Toney leikur ekki með Brentford í dag.
Ivan Toney leikur ekki með Brentford í dag. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Ivan Toney leikur ekki með Brentford gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Hann gæti einnig misst af leik liðsins við Watford næstkomandi föstudag. 

Er um áfall fyrir Brentford að ræða þar sem Toney er þeirra helsti markaskorari. Framherjinn, sem er 26 ára, hefur skorað 35 mörk í 58 deildarleikjum með Brentford.

Nýliðarnir eru í 12. sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi meira en Leeds sem er í 16. sæti.

mbl.is