Sá ekki ástæðu til að breyta byrjunarliðinu

Ralf Rangnick stýrir Manchester United í fyrsta skipti í dag.
Ralf Rangnick stýrir Manchester United í fyrsta skipti í dag. Ljósmynd/Manchester United

„Liðið vann Arsenal og gerði vel, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ralph Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, í samtali við sjónvarpstöð félagsins fyrir leikinn gegn Crystal Palace sem hefst klukkan 14. Þjóðverjinn stýrir United í fyrsta skipti í leiknum.

Rangnick stillir upp sama byrjunarliði og Michael Carrick gerði í 3:2-sigrinum á Arsenal á fimmtudaginn var. „Það eru allir í góðu standi og klárir og því sá ég ekki ástæðu til að breyta byrjunarliðinu.“

Anthony Martial og Jesse Lingard eru ekki með í dag vegna meiðsla. „Anthony og Jesse fundu fyrir sársauka eftir æfingu og þess vegna eru þeir ekki með í dag,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert