Arteta besti stjóri fyrri hlutans?

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson völdu bestu knattspyrnustjóra fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Vellinum hjá Tómasi Þór Þórðarsyni.

Bjarni valdi Mikel Arteta sem besta stjóra fyrri hlutans en Gylfi var ekki endilega sammála þeirri skoðun. Að mati Gylfa var Pep Guardiola, stjóri toppliðs Manchester City, besti stjóri tímabilsins til þessa.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is