Sjötta úrvalsdeildarliðið úr leik

McTominay fagnar marki sínu dag.
McTominay fagnar marki sínu dag. AFP

Manchester United og Aston Villa mættust í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. Leiknum lauk með 1:0 sigri heimamanna í mjög skemmtilegum leik.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og fengu bæði lið mörg færi. Eina mark leiksins kom þó strax á áttundu mínútu þegar Brasilíumaðurinn Fred átti frábæra sendingu á kollega sinn af miðju United, Scott McTominay sem stangaði boltann í netið. Bæði lið spiluðu mjög vel á köflum og fengu fín færi. Besta færi gestanna kom líklega eftir mistök Svíans Victor Lindelöf þegar hann missti boltann til Ollie Watkins sem aftasti varnarmaður. Englendingurinn fór illa með Lindelöf þegar hann kom sér í færi en því miður fyrir Villa setti hann boltann í þverslánna. Staðan í hálfleik var 1:0, þrátt fyrir að bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk.

Villa-menn héldu að þeir hefðu jafnað leikinn þegar Danny Ings ýtti boltanum yfir línuna eftir aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Eftir langan tíma var Michael Oliver, dómari leiksins, sendur í að skoða atvikið sjálfur í VAR-skjánum og komst að þeirri niðurstöðu að markið ætti ekki að standa. Jacob Murphy var rangstæður þegar aukaspyrnan var tekin og stóð í vegi fyrir Edinson Cavani sem elti Ezri Konsa. Það var Konsa sem skallaði boltann á Ings svo réttilega var markið dæmt af.

Gestirnir voru heilt yfir líklegri aðilinn í seinni hálfleik en heimamenn voru þó hættulegir í sínum skyndisóknum. Þrátt fyrir að reyna án afláts að jafna metin tókst það ekki og voru það heimamenn sem unnu að lokum 1:0 sigur.

United er því komið áfram í fjórðu umferð bikarsins og mæta þar B-deildar liði Middlesbrough á heimavelli. Aston Villa er sjötta úrvalsdeildarliðið sem fellur úr leik í þriðju umferð, sem jafnframt er fyrsta umferð þeirra liða.Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. Utd 1:0 Aston Villa opna loka
90. mín. Markspyrna er það. Fáum við jöfnunarmark?
mbl.is