Dagný lagði upp mark í uppbótartíma

Dagný lagði upp mark í blálokin.
Dagný lagði upp mark í blálokin. Ljósmynd/@westhamwomen

Tottenham og West Ham skildu jöfn, 1:1, á heimavelli Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham og lagði upp jöfnunarmark liðsins á Kate Longhurst í uppbótartíma.

Rosella Ayane hafði komið Tottenham yfir á 54. mínútu og Hawa Cissoko, leikmaður West Ham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 55. mínútu. Þrátt fyrir það tókst West Ham að jafna og tryggja sér eitt stig.

West Ham er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 10 leiki.

mbl.is