Tekur Rooney eða Lampard við Everton?

Wayne Rooney er í dag þjálfari Derby.
Wayne Rooney er í dag þjálfari Derby. AFP

Enska knattspyrnuliðið Everton er í stjóraleit eftir að Rafa Benítez var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra liðsins í dag.

Liðið hefur einungis unnið einn leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í september og situr nú í 16. sæti með 19 stig, einungis sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Wayne Rooney er talinn líklegastur til að taka við Everton en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann er núverandi knattspyrnustjóri Derby og er sáttur þar, en talið er að hann myndi eiga erfitt með að hafna uppeldisfélaginu.

Annar fyrrverandi landsliðsmaður Englands, Frank Lampard, hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Lampard stjórnaði einnig liði Derby en tók svo við Chelsea árið 2019. Það starf virtist vera heldur of stórt fyrir hann á þeim tímapunkti og honum var sagt upp þegar gengi liðsins versnaði árið 2021.

Aðrir sem eru taldir koma til greina eru Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins og fyrrum stjóri Everton, Graham stjóri, þjálfari Brighton, Rudi Garcia, fyrrverandi stjóri Lyon, Marseille, Roma og fleiri liða og Duncan Ferguson, sem var aðstoðarmaður Benítez. Sá síðastnefndi yrði þó einungis ráðinn til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert