Martial á leiðinni til Sevilla

Anthony Martial í upphitun fyrir leikinn gegn West Ham.
Anthony Martial í upphitun fyrir leikinn gegn West Ham. AFP

Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er að óbreyttu á leið til spænska knattspyrnuliðsins Sevilla sem lánsmaður frá Manchester United.

Samkvæmt óstaðfestum fregnum eru samningar í höfn en Sky Sports segir að viðræður standi enn yfir um þá upphæð sem Spánverjarnir greiði United fyrir lánið, sem og hvernig launagreiðslum verið skipt.

Martial er samningsbundinn United til ársins 2024 og United hefur heimild til að framlengja samninginn um eitt ár. Hann hefur ekki mikið spilað að undanförnu en kom inn á sem varamaður í sigrinum á West Ham, 1:0, á laugardaginn.

mbl.is