Liverpool og Tottenham í slag um kantmann?

Luis Díaz fagnar marki fyrir Porto.
Luis Díaz fagnar marki fyrir Porto. AFP

Liverpool og Tottenham virðast vera komin í baráttu um kaup á kólumbíska knattspyrnumanninum Luis Díaz frá Porto.

Fréttir voru um að Tottenham hefði fengið samþykkt 48 milljón punda tilboð í Díaz en The Athletic segir að Liverpool sé komið í málið af fullum þunga og vilji eindregið fá hann í sínar raðir. 

Hann hafi heillað Jürgen Klopp og hans menn með frammistöðu sinni með Porto í tveimur leikjum gegn Liverpool í Meistaradeildinni fyrir áramótin en hinn 25 ára gamli Díaz er talinn einn mest spennandi kantmaðurinn í Evrópu um þessar mundir. Hann leikur nú sitt þriðja tímabil með Porto eftir að hafa komið frá Atlético Junior í Kólumbíu árið 2019 og hefur skorað 41 mark í 125 mótsleikjum með félaginu.

mbl.is