Gylfi: Vöktu þá með flugeldum

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar á Vellinum á Símanum sport.

Þríeykið ræddi m.a. mikilvægan 1:0-sigur Everton á Chelsea en Everton styrkti stöðu sína í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni til muna með sigrinum. 

Stuðningsmenn Everton vöktu leikmenn Chelsea með flugeldum nóttina fyrir leik og það gladdi Gylfa.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is