Bauð 10 ára barni frá Úkraínu á æfingu stórliðs

Zinchenko í leik City gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Zinchenko í leik City gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. AFP/Paul Ellis

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, bakvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester City, bauð 10 ára gömlum samlanda sínum á æfingu liðsins í morgun. 

Zinchenko bauð drengnum til að hann gæti æft áhyggjulaus en hann birti myndir af því á Instagram-síðu sinni.

„Fyrir 75 dögum síðan dreymdi þennan dreng um að verða atvinnumaður í fótbolta og æfði áhyggjulaus með liði sínu. Í dag dreymir hann bara um eitt - frið í heimalandinu.“

Instagram-færslu Zinchenko má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert