Lukaku og Kovacic byrja í stórleiknum

Lukaku í leik Chelsea gegn Leeds á dögunum.
Lukaku í leik Chelsea gegn Leeds á dögunum. AFP/Oli Scarff

Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag. 

Byrjunarlið liðanna eru klár en Romelu Lukaku byrjar í fremstu víglínu Chelsea á kostnað Kai Havertz. Lukaku hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.

Þá er Mateo Kovacic í byrjunarliðinu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gærmorgun að hann og N'Golo Kanté væru báðir tæpir. Kanté er á varamannabekk Chelsea.

Það er fátt sem kemur á óvart í liði Liverpool. Ibrahima Konaté byrjar við hlið Virgil van Dijk á meðan Joel Matip er á bekknum. Luis Díaz byrjar í fremstu víglínu með Mo Salah og Sadio Mané en Diogo Jota er á bekknum. Þá var vitað að Fabinho yrði ekki með vegna meiðsla.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson(m), Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Thiago, Henderson, Keita, Salah, Mané, Díaz.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy(m), James, Chalobah, Silva, Rudiger, Alonso, Kovacic, Jorginho, Mount, Pulisic, Lukaku.

mbl.is