Mörkin: Skoraði gegn gamla félaginu sem slapp fyrir horn

Manchester United hélt sjötta sætinu og slapp þar með inn í Evrópudeildina fyrir næsta tímabil þrátt fyrir ósigur gegn Crystal Palace, 1:0, á Selhurst Park í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Wilfrid Zaha, sem lék með United um skeið, skoraði sigurmark Palace sem hafnaði í tólfta sæti deildarinnar. Þar sem Brighton vann West Ham á sama tíma endaði United í sjötta sæti en sigur West Ham hefði þýtt að United hefði endað í sjöunda sæti og farið í Sambandsdeild Evrópu.

Sigurmark Zaha og fleiri tilþrif úr leiknum má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert