Burnley að ráða fyrrverandi fyrirliða City

Vincent Kompany gæti tekið við Burnley.
Vincent Kompany gæti tekið við Burnley. AFP/Laurie Dieffembacq

Enska knattspyrnufélagið Burnley er í viðræðum við Belgann Vincent Kompany um að verða næsti knattspyrnustjóri liðsins. Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð eftir sex ár í efstu deild.  

Félagið rak Sean Dyche í apríl og aðstoðarmaður hans Mike Jackson tók við tímabundið. Þrátt fyrir bætt gengi tókst Jackson ekki að halda Burnley uppi.

Kompany hefur stýrt Anderlecht í heimalandinu síðustu tvö ár en hann var um tíma fyrirliði Manchester City og varð í fjórgang Englandsmeistari með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert