Newcastle að fá annan Brasilíumann frá Lyon?

Lucas Paquetá á leið til Newcastle?
Lucas Paquetá á leið til Newcastle? Getty Images

Newcastle vill bæta við sig öðrum Brasilíumanni frá Lyon eftir að hafa keypt Bruno Guimarães í janúar, sem smellpassaði í liðið. í þetta skipti snýst hugur Newcastle hinsvegar að hinum 24 ára gamla Lucas Paquetá.

The Times segir Newcastle tilbúið að gera Paquetá þann dýrasta í sögu félagsins og bjóða 50 milljónir punda í hann. 

Paquetá sem spilar yfirleitt framarlega á miðjunni hefur spilað 65 leiki fyrir Lyon og skorað 18 mörk. Hann hefur einnig verið lykilmaður í brasilíska landsliðinu síðastliðið ár og byrjaði sem dæmi alla leikina í útsláttarkeppni Copa America síðasta sumar og skoraði tvö mörk sem voru einu mörk Brasilíu. 

mbl.is