Nýliðarnir styrkja sig

Joe Rothwell er orðinn leikmaður Bournemouth.
Joe Rothwell er orðinn leikmaður Bournemouth. Ljósmynd/Bournemouth

Enska knattspyrnufélagið Bournemouth hefur gengið frá samningi við miðjumanninn Joe Rothwell. Hann kemur til félagsins frá Blackburn á frjálsri sölu.

Rothwell er annar leikmaðurinn sem kemur til Bournemouth í sumar en félagið fékk til sín Ryan Fredericks frá West Ham á dögunum.

Bournemouth verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Leikmaðurinn hefur leikið 149 deildarleiki með Blackburn í B-deildinni á síðustu fjórum árum.

mbl.is